Select Page

Cyren á Íslandi

Cyren er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofnað árið 1991 og þróar vírusleitartækni, ruslpóstsíur og veföryggislausnir. Meira en 1,3 milljarðar notenda um allan heim treysta á skýjaöryggislausnir Cyren til að vernda þá gegn netárásum og gagnatapi á hverjum degi. Bakvið öryggislausnir Cyren er stærsta öryggisský heims GlobalView™, sem tryggir hraðvirka og margverðlaunaða vernd gegn ýmsum óværum í tölvupósti sem og gegnum netið. Mörg helstu tölvufyrirtæki heims nýta sér öryggislausnir Cyren, þar á meðal Microsoft, Google og Check Point.

Cyren er með skrifstofur í Bandaríkjunum, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Asíu. Hjá fyrirtækinu starfa um 200 manns og af þeim eru tæplega 40 sem starfa hjá Cyren Iceland hf. Meginstarfsemi á íslensku skrifstofunni er tækniþróun og rannsóknir fyrir vörur fyrirtækisins

Cyren Iceland hf.

Dalshraun 3
220 Hafnarfjörður
Kt. 470912-0730
Vsk nr. 111869
Sími: 540-7400

[email protected]

Varðandi vírusvarnarforritið Lykla-Pétur/F-PROT:

Frá og með 1. ágúst 2020 var allri sölu og endurnýjun á Lykla-Pétri/F-PROT Antivirus hætt. Vírusvarnarforritið átti sér langa og farsæla sögu, en í dag eru margir aðrir valkostir á markaðnum fyrir einstaklingsnotendur og Cyren hefur því ákveðið að einbeita sér að öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki.